Enski boltinn

Liverpool lánar Gerrard annað ungstirni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gerrard er ætlað að reisa Rangers til vegs og virðingar að nýju eftir mögur ár
Gerrard er ætlað að reisa Rangers til vegs og virðingar að nýju eftir mögur ár vísir/getty
Enski kantmaðurinn Ryan Kent hefur verið lánaður til skoska úrvalsdeildarfélagsins Rangers en hann kemur frá enska stórveldinu Liverpool.

Kent þessi er 21 árs gamall og hefur enn ekki leikið alvöru leik fyrir aðallið Liverpool en hefur leikið nokkra æfingaleiki og skrifaði undir langtímasamning við Liverpool síðasta sumar.

Hann var lánaður til Freiburg í þýsku Bundesligunni í upphafi síðustu leiktíðar en náði ekki að festa sig í sessi þar og var á láni hjá Bristol City í ensku B-deildinni seinni hluta tímabilsins.

Liverpool vonast til að hann nái nú að slá í gegn undir stjórn Liverpool goðsagnarinnar Steven Gerrard sem tók nýverið við sem knattspyrnustjóri Rangers.



Þetta er annar leikmaðurinn sem Gerrard fær að láni frá sínu gamla félagi þar sem Ovie Ejara fór sömu leið á dögunum. Þá er Gerrard einnig búinn að semja við fyrrum liðsfélaga sinn hjá Liverpool, Jon Flanagan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×