Lífið

Kim Kardashian sökuð um að stela ilmvatnsflöskuhönnun

Sylvía Hall skrifar
Snyrtivörur Kim Kardashian hafa notið mikilla vinsælda.
Snyrtivörur Kim Kardashian hafa notið mikilla vinsælda. Vísir/Getty
Kim Kardashian sendi frá sér nýja ilmi í síðustu viku, en ilmirnir seldust fyrir hálfan milljarð á fimm mínútum þegar þeir fóru fyrst í sölu.

Nú hefur hins vegar markaðsfyrirtækið Vibes Media hótað lögsókn gegn Kardashian fyrir að stela nafni og merki fyrirtækisins, en eitt ilmvatnið ber nafnið „Vibes“ og er í formi talblöðru, rétt eins og merki fyrirtækisins.

Markaðsfyrirtækið krefst þess að öllum flöskum af umræddu ilmvatni verði fargað vegna einkaleyfis á merkinu, en fyrirtækið sótti um einkaleyfi fyrir því árið 2012.

Merkið er óneitanlega svipað ilmvatninu, en spurningin er hvort ástæða sé til að farga öllum ilmvötnunum? Dæmi hver fyrir sig.

 
A post shared by KKW FRAGRANCE (@kkwfragrance) on Jul 20, 2018 at 1:09pm PDT

 

Merki fyrirtækisins.FACEBOOK

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×