Erlent

Ellefu leigubílstjórar myrtir í umsátri í Suður-Afríku

Samúel Karl Ólason skrifar
Leigu-smárútur eru vinsælasti ferðamáti íbúa Suður-Afríku.
Leigu-smárútur eru vinsælasti ferðamáti íbúa Suður-Afríku. Vísir/AP
Ellefu leigubílstjórar voru myrtir þegar setið var fyrir þeim í Suður-Afríku í gærkvöldi. Þeir voru á leið úr jarðaför samstarfsfélaga þegar shotið var á smárútu þeirra. Fjórir særðust alvarlega. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir samkvæmt BBC en miklar deilur eru innnan samfélags leigubílsstjóra í landinu og hefur komið til ofbeldis áður.



Leigu-smárútur eru vinsælasti ferðamáti íbúa Suður-Afríku.

Talsmaður lögreglunnar sagði BBC að ofbeldi gagnavart leigubílstjórum væri algengt á svæðinu þar sem umsátrið átti sér stað. Enn væri verið að rannsaka málið og kanna hverjir árásarmennirnir væru.

Auki áðurnefndra ellefu manna hafa minnst þrír leigubílstjórar verið myrtir á einni viku og þar af tveir í lögreglufylgd. Í maí voru tíu menn myrtir í ofbeldisöldu sem rakin var til deilna milli hópa leigubílstjóra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×