Enski boltinn

37 ára Terry ekki hættur: Veltir fyrir sér öllum möguleikum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Terry er orðinn 37 ára gamall en er ekki hættur. Að minnsta kosti ekki alveg strax.
Terry er orðinn 37 ára gamall en er ekki hættur. Að minnsta kosti ekki alveg strax. vísir/getty
John Terry, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins og Chelsea, segist ekki vera hættur í fótbolta og neitar því sögusögnunum sem hafa gengið þess efnis.

Sögusagnir voru í gær þess efnis að enski miðvörðurinn hafi verið tilbúinn að hengja skóna upp í hillu eftir vonbrigðin með Aston Villa í fyrra.

Terry var á mála hjá Villa í fyrra en liðið tapaði í úrslitaleiknum um laust sæti. Hann fór síðan frá Villa í sumar og hefur enn ekki skrifað undir samning við neitt lið.

„Til þess að staðfesta það þá er ég ekki hættur. Nú er ég bara að njóta með fjölskyldunni í fríinu og skoða alla möguleika,” skrifaði Terry á Instagram-reikning sinn í gær.

Terry á stórkostlegan feral að baki. Hann spilaði 78 landsleiki fyrir England og nítján tímabil fyrir Chelsea þar sem hann vann ensku deildina fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×