Sport

Conor semur og þarf ekki að sitja inni

Samúel Karl Ólason skrifar
Conor McGregor.
Conor McGregor. Vísir/AP
Bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hefur gert samkomulag við saksóknara í Brooklyn, New York, vegna bræðiskasts hans í Barclays Center þann 5. apríl. Bardagakappinn veittist að öðrum bardagamönnum UFC sem voru í rútu og kastaði ýmsum hlutum í rútuna. Við það brotnaði rúða í rútunni og slasaði hann tvo bardagamenn.

Sjá einnig: „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC

Áðurnefnt samkomulag felur í sér að Conor játar sök fyrir óspektir og fer hann ekki í fangelsi. Þá mun hann áfram geta ferðast til Bandaríkjanna og verður atvikið ekki á sakaskrá hans.

Þess í stað þarf hann að borga fyrir allar skemmdir sínar, sem hann hefur þegar gert, sinna samfélagsþjónsutu í fimm daga og fara mögulega á reiðinámskeið í einn til þrjá daga.

Hann hafði verið ákærður fyrir tólf brot og hefði geta farið í fangelsi í allt að sjö ár.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×