Körfubolti

Tryggvi spilaði ekkert í þriðja tapi Raptors

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Getty
Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sat allan tímann á varamannabekk Toronto Raptors þegar liðið tapaði fyrir Oklahoma City Thunder í sumardeild NBA í Las Vegas í gær.

Oklahoma City Thunder vann tíu stiga sigur, 92-82, og var þetta þriðja tap liðsins í sumardeildinni.

Tryggvi hefur aðeins komið við sögu í einum af þessum fyrstu þremur leikjum en hann spilaði fjórar mínútur í tapi gegn Minnesota Timberwolves á sunnudag.

Raptors mun leika fleiri leiki í sumardeildinni en ekki er búið að tilkynna um næsta leik þar sem þeim er raðað upp eftir úrslitum leikja sem fara fram í kvöld. Raptors mun spila að minnsta kosti tvo leiki í viðbót og því ekki útilokað að Tryggvi muni fá að spreyta sig frekar í sumardeild NBA.

Tryggvi, sem var ekki valinn í nýliðavalinu á dögunum, er samningsbundinn Valencia á Spáni og mun að öllum líkindum spila með spænska liðinu næsta vetur. Þátttaka í sumardeildinni hinsvegar kærkomið tækifæri fyrir hann til þess að sanna sig fyrir forráðamönnum liðanna í NBA deildinni. Þá mun Toronto líklega eignast réttinn á Tryggva með því að velja hann í hóp sinn.

NBA

Tengdar fréttir

Toronto valdi Tryggva í sumardeildina

Tryggvi Snær Hlinason mun spila með Toronto Raptors í sumardeild NBA. Liðið staðfesti fimmtán manna leikmannahóp sinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×