Viðskipti innlent

IKEA lánar viðskiptavinum bíl án endurgjalds

Bergþór Másson skrifar
Smájepparnir sem viðskiptavinir IKEA geta fengið lánaða.
Smájepparnir sem viðskiptavinir IKEA geta fengið lánaða. HEKLA
Nú geta bíllausir viðskiptavinir IKEA fengið smájeppa lánaðan til þess að flytja innkaupavörur sínar heim, ókeypis.

Bílaumboðið Hekla og húsgagnaverslunin IKEA bjóða nú í sameiningu upp á afnot af Mitsubishi Outlander PHEV bíl fyrir viðskiptavini IKEA til þess að koma innkaupavörum sínum heim, án endurgjalds.

IKEA og Hekla unnu áður saman í ágúst 2016 þegar fyrirtækin sameinuðust í því að setja upp tíu hleðslustöðvar fyrir raf- og tengiltvinnbíla við verslunina. Nú eru hleðslustöðvarnar orðnar 60 talsins.

Viðskiptavinir fá afnot af bílnum í tvær klukkustundir. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja mánaða.


Tengdar fréttir

Stól úr IKEA breytt í flugvél

Strákarnir sem halda úti youtuberásinni Flitetest eru þekktir fyrir sinn mikla áhuga á fjarstýrðum flugvélum og alls konar fikti.

IKEA innkallar reiðhjól

IKEA á Íslandi hefur ákveðið að innkalla hin svokölluðu SLADDA reiðhól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×