Körfubolti

Tryggvi kom ekki við sögu í fyrsta leik Toronto

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Tryggvi Snær Hlinason kom ekkert við sögu í fyrsta leik Toronto Raptors í sumardeild NBA. Toronto tapaði fyrir New Orleans Pelicans í fyrsta leik.

Tryggvi var valinn í 15 manna leikmannahóp Toronto í sumardeildinni eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu í júní.

Toronto byrjaði leikinn betur og þó Toronto hafi náð að jafna og leikurinn verið mjög jafn í seinni hluta fyrsta leikhluta þá náði New Orleans ekki að komast yfir fyrr en ein mínúta var eftir af leikhlutanum.

New Orleans tók öll völd í öðrum leikhluta og munaði orðið tuttugu stigum á liðunum þegar flautað var til hálfleiks.

Toronto gekk illa að bæta sinn hlut og fór svo að leiknum lauk með 77-90 sigri Pelicans.

Næsti leikur Toronto er gegn Minnesota Timberwolves á sunnudag.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×