Viðskipti erlent

Samsung opnar stærstu símaverksmiðju heims

Atli Ísleifsson skrifar
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, opnuðu verksmiðjuna í morgun.
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, opnuðu verksmiðjuna í morgun. Vísir/Epa
Suður-kóreski tæknirisinn Samsung opnaði í morgun það sem fyrirtækið segir vera stærstu símaverksmiðju heims í Noida í Indlandi.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, opnuðu verksmiðjuna í morgun, en hana er að finna í úthverfi höfuðborgarinnar Nýju-Delí.

Fyrirtækið vonast að með þessu verði hægt að draga úr framleiðslukostnaði, en síðustu misserin hefur kostnaður við framleiðslu síma víða annars staðar aukist, meðal annars í Kína, Suður-Kóreu og Víetnam. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Samsung vonast einnig til að geta betur keppt við kínverska símaframleiðandann Xiaomi sem varð stærsta fyrirtækið á indverskum símamarkaði fyrr á árinu.

Reiknað er með að um 15 þúsund störf skapist í tengslum við opnun verksmiðjunnar.

Modi og ríkisstjórn hans hefur komið á tollum á innflutningi ákveðinna varahluta, sem notaðir eru við framleiðslu sína, með það að markmiði að gera Indland að helsta símaframleiðsluríki heims og þannig skapa ný störf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×