Fótbolti

Tveir íslenskir dómarar dæma Evrópuleiki í vikunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ívar Orri Kristjánsson.
Ívar Orri Kristjánsson.
Íslenskir dómararnir Ívar Orri Kristjánsson og Þóroddur Hjaltalín eru á faraldsfæti um Evrópu í vikunni en þeir dæma í Evrópu- og Meistaradeildinni á miðvikudaginn.

Ívar Orri Kristjánsson dæmir leik CS Fola Esch og Europa FC í forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fer fram í Esch-sur-alzette í Lúxemborg.

Ívari til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Bryngeir Valdimarsson. Fjórði dómari er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Leikurinn fer fram á Émile Mayrisch leikvanginum.

Þetta er fyrsti leikurinn sem Ívar Orri dæmir á ferlinum í forkeppni Evrópudeildarinnar.  

Þóroddur Hjaltalín dæmir leik FK Kukesi og Valletta FC í forkeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram í Shkoder í Albaníu.

Þóroddi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Oddur Helgi Guðmundsson. Fjórði dómari er Þorvaldur Árnason. Leikurinn fer fram á Loro Borici leikvaningum í Shkodër en FK Kukesi spilar ekki á sínum heimavelli.

Þetta er fyrsti leikur Þóroddar í forkeppni Meistaradeildarinnar en hann hefur dæmt sjö leiki í forkeppni Evrópudeildarinnar á síðustu sjö árum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×