Fótbolti

Grenjað úr hlátri í grenjandi rigningu

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson takast á í boðhlaupinu.
Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson takast á í boðhlaupinu. Vísir/Vilhelm
Þótt vonbrigðin hafi verið mikil í Volgograd í gærkvöldi virtust flestir landsliðsmenn Íslands vera búnir að taka gleði sína á nýjan leik á æfingasvæðinu í Kabardinka í morgun.

Okkar menn vöknuðu í morgun, drógu frá og við blasti óvenjuleg sýn. Engin sól heldur þungskýjað og þrumuveður. Allt annað en þeir hafa átt að venjast hér við Svartahaf.

Fyrstu mínútur æfingarinnar í dag voru opnar og fóru leikmenn meðal annars í boðhlaup. Það reyndist hin mesta skemmtun og var mikið hlegið eins og sést á myndum Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.

 

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í rigningunni.Vísir/Vilhelm
Albert Guðmundsson á sprettinum.Vísir/Vilhelm
Hláturinn er sagður lengja lífið. Af þessari mynd má ætla að Guðmundur Hreiðarsson verði a.m.k. 100 ára gamall.Vísir/Vilhelm
Emil Hallfreðsson kominn á harðasprett í baráttunni við Frederik Schram.Vísir/Vilhelm
Sebastian Boxleitner stýrði boðhlaupinu. Hér tekur Frederik Schram á mikinn sprett.Vísir/Vilhelm
Stemmningin var mikil á meðan boðhlaupið fór fram.Vísir/Vilhelm
Sebastian Boxleitner fitness-þjálfari hlær að Ólafi Inga Skúlasyni.Vísir/Vilhelm
Seabastian Boxleitner og Guðmundur Hreiðarsson fylgjast vel með.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×