Fótbolti

Sumarmessan: Ástarsambandi þjálfarans og fjölmiðlamanna lýkur einn daginn

Einar Sigurvinsson skrifar
Heimir Hallgrímsson var ekki ánægður með spurningu Elvars Geirs Magnússonar, ritstjóra Fótbolta.net, á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Nígeríu í gær. Í spurningu sinni sagði Elvar íslenska liðið hafa verið ólíkt sér og bað Heimir hann um að færi rök fyrir þeirri fullyrðingu.

„Þetta ástarsamband þjálfarans og fjölmiðlamanna, því lýkur einn daginn. Þetta hefur náttúrulega verið einstakt, þessi einstaka samkennd fjölmiðla og liðsins. Það hefur aldrei slegið á milli,“ sagði Hjörvar Hafliðason þegar Sumarmessan fór yfir viðbrögð Heimis við spurningunni.

Gunnleifur Gunnleifsson tók undir með Heimi að liðið hafi í raun ekki verið ólíkt sér.

„Við vorum kannski ekki ólíkir sjálfum okkur. Það voru allir að leggja sig fram sem er á vissan hátt aðalsmerki liðsins,“ sagði Gunnleifur.

Elvar Geir var þó ekki einn um þessa skoðun sína á íslenska liðinu því í viðtali í leikslok tók Gylfi Þór Sigurðsson í sama streng.

Umræðu Sumarmessunnar má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×