Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn. Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim. Rætt verður við sálfræðinginn Eyjólf Örn Jónsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá.

Einnig verður fjallað um kosningarnar í Tyrklandi á morgun, rætt við ljósmóður á Selfossi og stöðuna á fæðingarþjónustu á Suðurlandi vegna kjarabaráttu ljósmæðra og kannað áhrif vætutíðarinnar á atvinnulífið.

Þetta og meira til á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×