Handbolti

Gunnar Steinn fer yfir sundið til Danmerkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslensku strákarnir í Kristianstad, Arnar Freyr Arnarsson, Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn fagna titlinum í vor.
Íslensku strákarnir í Kristianstad, Arnar Freyr Arnarsson, Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn fagna titlinum í vor. guðmundur svansson
Gunnar Steinn Jónsson hefur fært sig um set á Norðurlöndunum en hann samdi við danska liðið Ribe-Esbjerg. Hann var kynntur sem nýr leikmaður þeirra í dag.

Ribe-Esbjerg var í fallbaráttu í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Kristianstad, félagið sem Gunnar Steinn er að yfirgefa, varð sænskur meistari. Nokkur félög á Íslandi vonuðust eftir því að krækja í Gunnar Stein.

„Ribe-Esbjerg er spennandi verkefni sem heillar mig. Liðið hefur mikla möguleika og Lars Walther á mikið verk fyrir höndum að búa til lið úr mörgum nýjum leikmönnum. Ég hlakka til að vinna með honum og öllum öðrum í liðinu,“ sagði Gunnar Steinn við heimasíðu félagsins.

Gunnar Steinn er uppalinn hjá Fjölni en hefur spilað fyrir HK Drott í Svíþjóð, Nantes í Frakklandi og Gummersbach í Þýskalandi. Hann skrifaði undir tveggja ára samning hjá danska félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×