Handbolti

Mikill viðsnúningur og Patrekur fjórði íslenski þjálfarinn á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Patrekur er kominn með Austurríki á HM.
Patrekur er kominn með Austurríki á HM. vísir/getty
Patrekur Jóhannesson er kominn með Austurríki á HM eftir sigur gegn Hvít-Rússum í tveimur umsspilsleikjum, samanlagt 59-54.

Fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli, 25-25, er leikið var í Hvíta-Rússlandi og Hvít-Rússarnir leiddu, 16-13 í hálfleik í kvöld.

Þá var Patreki og lærisveinum hans nóg boðið. Þeir skelltu í lás og fengu einungis tíu mörk á sig í síðari hálfleik og skoraði átján. Þeir unnu leikinn, 31-26.

Þeir verða því að minnsta kosti fjórir íslenskir þjálfararnir á HM í janúar næst komandi en mótið verður haldið í Þýskalandi og Danmörku því fyrr í kvöld tryggði Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Svíþjóð sér sæti á HM.

Áður höfðu Aron Kristjánsson (Bahrein) og Dagur Sigurðsson (Japan) tryggt sér sæti en Guðmundur Guðmundson getur verið fimmti þjálfarinn nái Ísland að klára Litháen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×