Körfubolti

Tólf ára gamall og treður án þess að hoppa

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Manute Bol er annar af hávöxnustu leikmönnum sögunnar á stærsta sviði körfuboltans, NBA deildinni. Hann er 231 sentimetri á hæð.
Manute Bol er annar af hávöxnustu leikmönnum sögunnar á stærsta sviði körfuboltans, NBA deildinni. Hann er 231 sentimetri á hæð. vísir/getty
Oliver Rioux er nafn á ungum dreng sem gæti átt framtíðina fyrir sér í körfubolta. Hann er allavega algjörlega óstöðvandi um þessar mundir. Á því er einföld skýring.

Oliver þessi er tæpir 210 sentimetrar á hæð sem flokkast undir mjög hávaxinn, jafnvel á mælikvarða fullorðinna í NBA körfuboltanum. Það sem gerir dæmið hins vegar ótrúlegt er að Oliver er aðeins 12 ára gamall.

Í hans aldursflokki er spilað á körfur sem eru í rúmlega 240 sentimetra hæð. Oliver er því allt að því óstöðvandi á vellinum, sér í lagi á meðan mótherjarnir ná honum varla upp að mitti.

Myndband með klippum af Oliver hefur vakið mikla athygli en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Eins og sjá má á myndbandinu af Oliver spilar hann á Spáni en hann fæddist í Kanada árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×