Innlent

Sagan við hvert fótmál

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Myndir eru notaðar til að undirstrika söguna. Þessi er á horni Strandgötu og Norðurgötu.
Myndir eru notaðar til að undirstrika söguna. Þessi er á horni Strandgötu og Norðurgötu.
Sex nýjar söguvörður voru nýlega vígðar á Oddeyrinni á Akureyri. Sú efsta er við Hof, hinar eru á gönguleiðinni niður Strandgötuna, eða ein varða á móts við hverja hliðargötu og sú neðsta í nágrenni við Gránufélagshúsin.

Söguvörðurnar eru liður í verkefni sem farið var í af tilefni 150 ára kaupstaðarafmælis Akureyrar árið 2012 og felst í gerð söguskilta í elstu bæjarhlutunum. Þau fengu nafnið söguvörður og hafa verið sett upp í nokkrum áföngum. Nú eru þau orðin sautján, þar af tvö í Grímsey, hin varða gönguleið milli þriggja elstu hverfa Akureyrar. Áherslan hefur verið lögð á að vekja áhuga vegfarenda á sögunni með texta eftir Jón Hjaltason sagnfræðing og gömlum ljósmyndum.

Skiltin eru öll með smartkóða (QR kóða) sem auðvelda þeim fróðleiksfúsustu sem eru með snjallsíma að sækja viðbótarfróðleik, auk þess sem þar er hægt að nálgast mynd af skiltunum. Sömu upplýsingar má líka finna með því að fara á heimasíðu Akureyrar www.visitakureyri.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×