Fótbolti

Messi bað um treyjuna hans Birkis

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi og Birkir í leiknum í gær
Messi og Birkir í leiknum í gær vísir/vilhelm
Frægt augnablik frá EM í Frakklandi fyrir tveimur árum er þegar Cristiano Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við Aron Einar Gunnarsson eftir jafntefli Íslands og Portúgal. Aron Einar bað ekki um treyju Lionel Messi eftir leik Íslands og Argentínu í gær heldur bað Messi um treyju eins strákanna okkar.

Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og einn starfsmanna landsliðsins, greindi frá því á Instagram síðu sinni í kvöld að Messi hafi beðið Birki Bjarnason um treyjuna hans eftir leikinn í gær.

Birkir greip að sjálfsögðu gæsina og bað Messi um hans treyju í staðinn.

Birkir og aðrir miðju og varnarmenn Íslands sáu til þess að Messi komst hvorki lönd né strönd í leiknum og var sá argentínski greinilega hrifinn af Akureyringnum.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×