Erlent

Bíl ekið inn í hóp tónleikagesta

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fólið hafði sótt tónlistarhátíð í suðurhluta Hollands um helgina.
Fólið hafði sótt tónlistarhátíð í suðurhluta Hollands um helgina. Pink Pop
Einn er látinn og þrír eru særðir eftir að rútu var ekið á gesti tónlistarhátíðar í hollensku borginni Landgraaf í nótt.

Bílnum var ekið af vettvangi og leitar hollenska lögreglan nú ökumannsins og rútunnar. Ekki er vitað á þessari stundu hvort að um slys sé að ræða eða hvort ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið inni í hópinn.

Fólkið hafði verið að skemmta sér á tónlistarhátíðinni Pink Pop sem fram fór í suðurhluta landsins um helgina. Erlendir miðlar segja að bílnum, sem lýst er sem lítilli hvítri rútu, hafi verið ekið inn í mannþröng um klukkan 04:00 að staðartíma.

Í færslu á Facebook segjast aðstandendur hátíðarinnar vera í losti vegna málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×