Erlent

44% fækkun nýrra hælisleitenda í Evrópu á milli ára

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Mjög hefur dregið úr flóttamannastraumnum til Evrópu samkvæmt þessum tölum
Mjög hefur dregið úr flóttamannastraumnum til Evrópu samkvæmt þessum tölum Vísir/Getty
Færri sóttu um hæli í ríkjum Evrópusambandsins í fyrra en árið á undan samkvæmt nýjustu skýrslu flóttamannastofnunar ESB.

Árið 2016 námu nýskráningar hælisleitenda 1,3 milljónum í Evrópu en í fyrra voru þær aðeins 730,000. Það þýðir að hælisumsóknum hefur fækkað um 44% á milli ára.

Mestu munar um hve mjög hefur dregið úr flóttamannastraumnum frá Sýrlandi en hælisleitendum frá Írak og Afganistan hefur einnig fækkað mikið. Alls kom um þriðjungur hælisleitenda frá þessum þremur löndum í fyrra.

Flestar nýjar umsóknir voru skráðar í Þýskalandi eða rúmlega 220,000. Þær voru 745,000 í fyrra.

Þar í landi eru hins vegar 440,000 enn í umsóknarferli. Þá er enn tæp milljón hælisleitenda í Evrópu sem hefur ekki fengið mál sín tekin til meðferðar.


Tengdar fréttir

Rauði krossinn býst við 200 tonna aukningu í ár

Fatasöfnun Rauða krossins bárust um 3.200 tonn af fatnaði í fyrra. Í dag hefst átakið fatasöfnun að vorlagi og verður fatasöfnunarpokum dreift á öll heimili. Mikilvægur þáttur í umhverfisvernd að skila gömlum fatnaði á réttan stað.

Ræða búðir utan ESB

Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, á nú í viðræðum við leiðtoga í öðrum Evrópuríkjum, þar á meðal Þýskalandi, Austurríki og Hollandi, um að setja upp sérstakar búðir fyrir hælisleitendur sem fengið hafa synjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×