Íslenski boltinn

Hilmar Árni langfljótastur í tíu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmar Árni Halldórsson.
Hilmar Árni Halldórsson. Vísir/Vilhelm
Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson skoraði sitt tíunda mark í Pepsi-deild karla í sumar í sigri á KA á Akureyri í síðustu umferð. Hilmar Árni fær tækifæri til að bæta við marki í kvöld.

Stjörnumenn komast á toppinn í Pepsi-deildinni vinni þeir ÍBV í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.00.

Með því að vera kominn með tíu mörk í deildinni 14. júní þá varð Hilmar Árni langfljótastur til að skora tíu mörk á tímabili síðan að deildin varð að tólf liða deild árið 2008.

Hilmar Árni bætti met Andra Rúnars Bjarnasonar frá því í fyrra um 25 daga en Andri Rúnar skoraði þá sitt tíunda mark 9. júlí. Andri Rúnar endaði sumarið á því að jafna markametið í efstu deild á Íslandi.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir hvaða leikmenn voru fljótastir í tíu mörk í söug tólf liða deildar.

Fyrsti maður í tíu mörk á tímabili síðan deildin varð að 12 liða deild sumarið 2008:

2018

Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 14. júní 2018

2017

Andri Rúnar Bjarnasoon, Grindavík 9. júlí 2017

2016

Garðar Gunnlaugsson, ÍA 17. júlí 2016

2015

Patrick Pedersen, Val 24. ágúst 2015

2014

Jonathan Glenn, ÍBV 24. ágúst 2014

2013

Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram 1. september 2013

2012

Atli Guðnason, FH 3. september 2012

2011

Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 15. ágúst 2011

2010

Alfreð Finnbogason, Breiðabliki  4. ágúst 2010

2009

Atli Viðar Björnsson, FH  6. ágúst 2009

2008

Björgólfur Takefusa, KR 10. júlí 2008




Fleiri fréttir

Sjá meira


×