Handbolti

Kvörtun Íslands bar árangur og niðurstaðan jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór og félagar mæta Litháen á ný á miðvikudag.
Arnór og félagar mæta Litháen á ný á miðvikudag. vísir/ernir
Leikur Íslands og Litháen í fyrri umspilsleiknum um laust sæti á HM 2019 endaði með jafntefli, 27-27, en ekki eins marks sigri Litháen, 28-27.

Þegar leiknum lauk endaði leikurinn með eins marks sigri Litháen, 28-27, en í einu marki Litháa sást greinilega að annar dómari leiksins dæmdi klárlega ruðning.

Sjá einnig:Unnu Litháar á marki sem átti ekki að standa?

Forráðamenn Íslands sátu yfir þessu atviki í leikslok og kvörtuðu yfir framkvæmd leiksins. Að endingu komst EHF að þeirri niðurstöðu að leikurinn endar með jafntefli, 27-27 og markið því ógilt sem Litháar skoruðu um miðbik hálfleiksins.

Síðari leikurinn er á miðvikudaginn í Laugardalshöll en sigurvegarinn úr rimmunni leikur á HM í janúar næstkomandi. Þá fer HM fram í Þýskalandi og Danmörku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×