Enski boltinn

Mourinho: Lukaku vildi ekki byrja

Dagur Lárusson skrifar
José Mourinho á hliðarlínunni.
José Mourinho á hliðarlínunni. vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, segir að Romelu Lukaku hafi sagt honum fyrir leikinn gegn Chelsea í úrslitum FA-bikarsins að hann gæti ekki byrjað leikinn.

 

Chelsea fór með sigur af hólmi í leiknum eftir vítaspyrnu Eden Hazard en United náði ekki að skapa sér mörg almennilega marktækifæri í leiknum og var Mourinho gagnrýndur fyrir að vera með Lukaku á bekknum.

 

„Þegar leikmaður segir þér að hann sé ekki tilbúinn til þess að spila, þegar leikmaður segir þér að hann sé ekki tilbúinn til þess að byrja leikinn þá ferðu strax að hugsa út í það hversu margar mínútur hann gæti spilað.“

 

„En hvernig get ég sannfært leikmann um að spila ef hann segist ekki vera tilbúinn til þess? Þetta var ekki erfið ákvörðun, hún var heldur létt.“

 

„Ég þekkti andstæðinginn sem við vorum að fara að spila á móti. Ég vissi að þeir væru með þétta vörn með mikið af stórum og stæðilegum einstaklingum.“

 

„Þess vegna vissi ég að án Lukaku, sem er stór og stæðilegur, myndum við lenda í vandræðum í þessum leik, og einnig án Fellaini sem hefði getað barist við þá í loftinu,“ sagði Mourinho eftir leik.

 


Tengdar fréttir

Mourinho: Þeir áttu ekki skilið að vinna

Manchester United endaði tímabilið án titils eftir tap gegn Chelsea í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho var ekki sáttur í leikslok.

Chelsea bikarmeistari eftir sigurmark Hazard

Chelsea er enskur bikarmeistari eftir eins marks sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley í dag. Eden Hazard skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×