Innlent

Staðan endurmetin við Ölfusá á næstu klukkutímum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikil úrkoma og hvassviðri eru við Ölfusá. Aðstæður hafa verið afar erfiðar það sem af er degi.
Mikil úrkoma og hvassviðri eru við Ölfusá. Aðstæður hafa verið afar erfiðar það sem af er degi. Vísir/MHH
Flestir hópar björgunarsveitarmanna sem leita manns sem fór í Ölfusá í nótt hafa lokið verkefnum sínum, að sögn Davíð Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Leit hefur staðið yfir síðan í nótt en vaktaskipti hafa þó orðið á leitarmönnum og aðgerðastjórn síðan. Þegar Vísir náði tali af Davíð Má á öðrum tímanum í dag voru leitarmenn á leið í hvíld og hádegismat eftir að hafa lokið verkefnum sem þeim var úthlutað fyrir hádegi.

Sjá einnig: Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá

Davíð sagði að tekin verði ákvörðun um næstu skref leitarinnar eftir eina til tvær klukkustundir.

Um níutíu björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í leitinni við Ölfusá. Þá hafa leitaraðstæður verið krefjandi en mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga. Skömmu eftir hádegi var hópur björgunarsveitarmanna auk þess sendur að Þingvallavatni þar sem tveir menn höfðu lent í vatninu.


Tengdar fréttir

Leita manns í Ölfusá

Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×