Innlent

Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.
Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi. Vísir
Karl og kona á fimmtugsaldri sem flutt voru frá Villingavatni á sjúkrahús í Reykjavík í gær voru úrskurðuð látin í gærkvöldi. Fólkið var bandarískt og var á ferðalagi hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt.

Rannsókn á slysinu stendur enn yfir en hana annast rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá einnig: Ferðamennirnir voru að veiða í vatninu

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um slysið skömmu fyrir hádegi í gær. Þar kom fram að tveir erlendir ferðamenn hefðu fallið í Villingavatn syðst af Þingvallavatni og strax var ljós að um alvarlegt útkall var að ræða.

Viðbragðsaðilar fundu fólkið eftir þónokkra leit í vatninu en það hafði verið við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós. Slysið varð með þeim hætti að konunni skrikaði fótur og féll út í vatnið og maðurinn reyndi að bjarga henni en örmagnaðist. Þau voru flutt á sjúkrahús og síðar úrskurðuð látin.

Fréttin hefur verið uppfærð og lokað fyrir athugasemdir. Vilji lesendur koma athugasemdum á framfæri er bent á ritstjórnarpóstinn, ritstjorn(hjá)visir.is.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×