Viðskipti innlent

Flugfélagið Ernir komið með 32 sæta skrúfuþotu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, í landgangi nýju vélarinnar í gærkvöldi.
Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, í landgangi nýju vélarinnar í gærkvöldi. Stöð 2/Sigurjón Ólason.
Nýja Dornier-skrúfuþota Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Myndir frá lendingu hennar á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Hörð Guðmundsson, forstjóra og eiganda félagsins.

„Þetta er bara dásamlegt og gaman að vera kominn með nýja vél í flotann," sagði Hörður þegar hann tók á móti henni.

Þetta er stærsta flugvél sem Ernir hefur tekið í þjónusta sína en hún tekur 32 farþega. Til samanburðar má geta þessa að Jetstream-vélar Ernis eru með 19 farþegasæti. Dornier-vélin er jafnframt mun hraðfleygari, flýgur á um 620 kílómetra hraða á klukkustund meðan farflugshraði Jetstream-vélanna er um 420 kílómetrar.

Flugvélin er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Dornier 328 og var keypt notuð frá Þýskalandi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.
Hörður segir að nýja vélin verði notuð á öllum áfangastöðum félagsins, og nefnir sérstaklega Húsavík, Hornafjörð og Vestmannaeyjar, en jafnframt muni hún sinna leiguflugi. 

„Við munum grípa þau tækifæri fyrir þessa vél sem bara gefast og bjóðast hverju sinni," segir Hörður.


Tengdar fréttir

Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu

Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×