Íslenski boltinn

Gunnleifur: Ætlum á Valsvöllinn og vinna þá

Þór Símon Hafþórsson skrifar
115 leikir í röð.
115 leikir í röð. vísir/anton
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, spilaði í dag sinn 115. keppnisleik í röð án þess að missa úr leik. Hann var því að vonum ekki sáttur að fagna deginum með einungis einu stigi. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Víking í kvöld.

„Fyrri hálfleikurinn og spilamennskan þar eru vonbrigði. Seinni hálfleikur var betri og við reyndum að sækja sigurinn en það gekk ekki. Stundum er það bara svona en það er stutt í næsta leik og við þurfum að vera tilbúnir í hann,“ sagði Gunnleifur.

„Við erum pirraðir fyrst og fremst yfir frammistöðunni okkar í fyrri hálfleik. En okkur líður þannig að þó við spilum ekki vel þá getum við vel unnið leiki.“


Næstu þrír leikir Breiðabliks eru ekki af verri endanum en þá mætir liðið Val, KR og Stjörnunni í einni bunu og segist Gunnleifur ekki vera í vafa um hvað hann ætli að gera á sunnudaginn.

„Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild. Víkingur, Valur og FH. Það er alveg sama hvað þetta heitir. En við ætlum að fara á Vals völlinn á sunnudaginn og við ætlum að vinna þá þar,“ sagði Gunnleifur eða Gulli Gull eins og hann er gjarnan þekktur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×