Erlent

Vara við sólarvörn sem er sögð virka í vatni

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Ekki er ráðlegt að reiða sig á sólarvörnina eina saman á ströndinni
Ekki er ráðlegt að reiða sig á sólarvörnina eina saman á ströndinni Vísir/Getty
Bresk neytendasamtök vara við sólarvörn sem auglýst er að virki þrátt fyrir vætu. Nýjar tilraunir benda til þess að saltvatn geti dregið úr virkni sólarvarnar um allt að sextíu prósent eftir aðeins fjörutíu mínútna busl í sjónum. Fyrri tilraunir voru gerðar með hreinu vatni en saltvatnið virðist skola sólarvörninni af mun hraðar en áður var talið.

Hreyfing vatnsins virðist hafa eitthvað að segja, vörnin fer fljótar af í ærslagangi en við kyrrstöðu, og klórvatn hefur svipuð áhrif og saltvatn. Neytendum er ráðlagt bera á sig meiri sólarvörn eftir sundspretti frekar en að reiða sig á loforð framleiðenda um að kremið skolist ekki af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×