Íslenski boltinn

Freyr mættur til Kænugarðs til að sjá Söru leika til úrslita

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Freyr Alexandersson í Kænugarði klár í slaginn með Söru Björk.
Freyr Alexandersson í Kænugarði klár í slaginn með Söru Björk. mynd/gunninga
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, getur í dag orðið fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeildina.

Sara Björk og stöllur hennar í þýska stórliðinu Wolfsburg mæta franska stórveldinu Lyon í úrslitaleiknum í Kænugarði klukkan 16.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 15.30.

Sjá einnig:Hallbera: Sara er langbesti leikmaður sem Ísland hefur átt

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er mættur til Kænugarðs ásamt Guðrúnu Ingu Sívertsen, varaformanni Knattspyrnusambands Íslands, til að fylgjast með okkar konu úr stúkunni. Hún fær því góðan stuðning í dag.

Wolfsburg á harma að hefna gegn Lyon sem vann úrslitaleik liðanna fyrir tveimur árum eftir vítaspyrnukeppni en franska liðið hefur fagna sigri í Meistaradeildinni undanfarin tvö ár og í bæði skiptin vannst úrslitaleikurinn í vítaspyrnukeppni.

Wolfsburg hefur tvívegis unnið Meistaradeildina. Það vann keppnina tvö ár í röð frá 2013-2014, fyrst með því að leggja Lyon, 1-0, í Lundúnum, og svo Tyresö frá Svíþjóð ári síðar í Lissabon.


Tengdar fréttir

Stóra stundin rennur upp

Sara Björk Gunnarsdóttir röltir í dag inn á Valeriy Lobanovskyi-völlinn með liði sínu, Wolfsburg, sem mætir Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hún getur orðið fyrsta íslenska konan til þess að vinna keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×