Innlent

Liðið yfir íslenska múslima á Ramadan

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Í umfjöllun BBC er meðal annars fylgst með bænastund múslima í Reykjavík.
Í umfjöllun BBC er meðal annars fylgst með bænastund múslima í Reykjavík. Skjáskot
Múslimar á Íslandi þurfa að fasta í 22 tíma á sólahring undir lok föstumánaðarins Ramadan, sem nú stendur yfir. Ramadan hófst þann 16. maí og stendur yfir til 14. júní.

Fastan sem hinir tæplega 1000 íslensku múslimar leggja á sig er einhver sú lengsta sem þekkist í heiminum. Meðan Ramadan stendur yfir mega múslimar aðeins neyta matar eftir að sólin hefur sest. Þessa dagana sest sólin um klukkan 23 á Íslandi og tekur að rísa aftur um klukkan 04:00. Múslimar hafa því aðeins um fimm klukkustundir til að innbyrða orkuna sem þeir þurfa fyrir daginn - og það um hánótt.

Á vef breska ríkisútvarpsins er rætt við nokkra múslima á Íslandi sem lýsa reynslu sinni af Ramadan hér á landi. Nokkrir lýsa því hvernig svo löng fasta reynir á en bæta við að trúin hvetji þá áfram þegar hungrið gerir vart við sig. Ímaminn Manssor segir til að mynda að söfnuður hans í Reykjavík hafi ákveðið að stytta föstuna í 18 klukkustundir á dag. Það hafi ekki síst verið gert því að það hafi komið fyrir að múslimar á Íslandi hafi fallið í yfirlið vegna hungurs.

Umfjöllun breska ríkisútvarpsins má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×