Fótbolti

Mane sendi 300 treyjur heim til Senegal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sadio Mane fagnar marki með Liverpool.
Sadio Mane fagnar marki með Liverpool. Vísir/Getty
Framherjinn Sadio Mane sendi 300 Liverpool treyjur til stuðningsmanna sinna heima í Senegal fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Mane er frá litlu 2 þúsund manna þorpi í Afríkuríkinu Senegal og er búist við því að hvert einasta mannsbarn í þorpinu muni fylgjast spennt með þegar Mane stígur út á Ólympíuleikvanginn í Kænugarði og mætir Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Það eru 2000 manns í þorpinu. Ég keypti 300 Liverpool treyjur til þess að senda fólkinu heima svo stuðningsmennirnir geti klæðst þeim og horft á úrslitaleikinn,“ sagði Mane.

„Það mun enginn vinna í þorpinu á laugardaginn.“

Mane er í landsliðshóp Senegal og mun ekki snúa heim fyrr en eftir HM í Rússlandi. Hann vonast eftir því að „sýna öllum verðlaunapening,“ þegar hann kemur heim. Það er öruggt að hann mun að minnsta kosti fá silfurpening að loknum úrslitaleiknum á laugardaginn, en spurning hvort hann fái verðlaun frá Rússlandi líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×