Innlent

Hlutfallslega færri kjósa utan kjörfundar

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Rúmlega tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar
Rúmlega tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar
Hlutfallslega færri hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík nú en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Tvöfalt fleiri kusu utan kjörfundar í Alþingiskosningum í fyrra.

Ekki er hægt að kjósa utan kjörfundar innan borgarmarkanna að þessu sinni. Reykvíkingar þurfa að fara í Smáralindina í Kópavogi til að kjósa. Fyrstu vikuna mættu fleiri en á sama tímabili í síðustu sveitarstjórnarkosningum en nokkuð hefur dregið úr kjörsókn undanfarna daga. Svipað margir hafa nú kosið og síðast, rúmlega tíu þúsund. Fleiri eru hins vegar á kjörskrá en síðast og hlutfall þeirra sem greiddu atkvæði utan kjörfundar er því lægra en árið 2014.

Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að almennt sé kjörsókn utan kjörfundar mun lakari í sveitarstjórnarkosningum en í kosningum til forseta og Alþingis. Tvöfalt fleiri hafi kosið utan kjörfundar í þeim kosningum.

„Miðað við forsetakjör er þetta mikill munur. Þá voru miklu fleiri sem kusu utan kjörfundar. Það var í júní þannig að fólk var margt á faraldsfæti,“ segir Bergþóra.

„Þetta er líka minna en í Alþingiskosningum 2016 og 2017. Það er meðal annars vegna þess að Íslendingar sem búa erlendis hafa ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum.“

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind til klukkan tíu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×