Fótbolti

Sara Björk fer í myndatöku á morgun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara Björk er studd af velli í gær
Sara Björk er studd af velli í gær mynd/twitter/sara björk
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fer í myndatöku á morgun og það skýrist á næstu dögum hversu lengi hún verður frá keppni.

Sara Björk meiddist á hásin í leik Wolfsburg og Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær og þurfti að fara af velli í seinni hálfleik. Wolfsburg tapaði leiknum 4-1 eftir framlengingu.

Fótbolti.net ræddi við Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara, í morgun en hann er staddur úti í Úkraínu þar sem hann var meðal áhorfenda á leiknum.

„Hún fer í myndatöku á morgun og síðan hittir hún sérfræðing í Þýskalandi í næstu viku til að meta alvarleika meiðslanna út frá myndunum. Það er ómögulegt að segja til um það á þessari stundu,“ sagði Freyr við Fótbolta.net.

Ísland á leik í undankeppni HM gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 11. júní. Freyr vildi ekki útiloka þáttöku Söru í leiknum en þó er óvíst hvort hún nái honum.


Tengdar fréttir

Draumur Söru varð að martröð

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var að upplifa einn sinn stærsta draum þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Kænugarði í dag. Draumurinn breyttist hins vegar í martröð þegar Sara fór meidd af velli og horfði upp á liðsfélaga sína tapa leiknum í framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×