Golf

Tapaði Mickelson veðmáli?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá Mickelson í skyrtunni umdeildu.
Hér má sjá Mickelson í skyrtunni umdeildu. vísir/getty
Phil Mickelson gat ekkert á Players-meistaramótinu í gær en þrátt fyrir það er lítið talað um spilamennsku hans. Það eru allir að tala um klæðnaðinn sem hann var í.

Kylfingar klæðast nær eingöngu póló-bolum í heitu veðri á völlunum en Mickelson var mættur í fínni skyrtu. Svona eins og hann væri nýkominn úr barnaafmæli.

Mickelson kom í hús á 79 höggum og er með neðstu mönnum. Hörmuleg spilamennska. Margir vildu kenna skyrtunni um þessa spilamennsku.

Eins og sjá má í frábærum Twitter-þræði hér að neðan voru skemmtilegar ágiskanir af hverju í ósköpunum hann væri í skyrtu á vellinum.

Hið sanna er að Mickelson er kominn á samning hjá skyrtuframleiðanda og mun spila oft í þessum skyrtum. Í viðtali við ESPN sagðist hann vilja setja tóninn í tískumálunum. Okei.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×