Fótbolti

Óskað eftir útskýringum á „erfiðri og ótrúlega dýrri“ staðsetningu úrslitaleiksins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mohamed Salah og Jordan Henderson eru á leið til Kænugarðs. Komast einhverjir stuðningsmenn með þeim?
Mohamed Salah og Jordan Henderson eru á leið til Kænugarðs. Komast einhverjir stuðningsmenn með þeim? Vísir/Getty
Stuðningsmannatengiliður Liverpool vill fá skýringar á því afhverju úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu sé leikinn í Kænugarði. Allt of dýrt sé að ferðast til borgarinnar.

Liverpool mætir Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 26. maí næst komandi á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Enska félagið fékk rúmlega 16 þúsund miða handa stuðningsmönnum sínum.

„Það að koma svona fram við þá sem halda fótboltanum uppi bendir til þess að það sé eitthvað virkilega mikið að fótboltaheiminum,“ tísti Tony Barret, stuðningsmannatengiliður Liverpool.

„Ákvörðunina um að halda úrslitaleikinn á stað sem er svona erfitt og ótrúlega dýrt að komast til þarf að útskýra.“

Flug til og frá Bretlandi til Kænugarðs eru í kringum 1400 pund samkvæmt BBC eða hátt í 200 þúsund krónur. Mörg hótel og gistihús á svæðinu hafa hækkað verð sitt á nóttinni í kringum úrslitaleikinn svo íbúar Kænugarðs hafa brugðist á það ráð að bjóða stuðningsmönnum fría gistingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×