Viðskipti innlent

Salan minnkaði um 7 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga. VÍSIR/EYÞÓR
„Sölusamdráttur félagsins í heild milli ára var 8,2 prósent en að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi var samdrátturinn 4,4 prósent milli ára,“ segir í ársreikningi Haga fyrir rekstrarárið 1. mars 2017 til 28. febrúar 2018. Reikningurinn var birtur í gær.

Þar kemur fram að vörusala á tímabilinu nam tæplega 73,9 milljörðum króna en nam 80,5 milljörðum reikningsárið á undan.

Aflögð starfsemi er meðal annars verslun Debenhams í Smáralind, Korpuoutlet, Útilíf í Glæsibæ, Hagkaup í Holtagörðum, efri hæð Hagkaups Kringlu og tískuverslanir í Smáralind og Kringlu.




Tengdar fréttir

Ekki sátt um tillögu Haga

Samkeppniseftirlitið telur að Hagar hafi ekki sýnt fram á í nýrri samrunatilkynningu að þar sé leyst úr öllum samkeppnislegum vandamálum sem leiði af samruna Haga við Olís og fasteignafélagið DGV.

Segja botninum náð hjá Högum

Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 43,4 krónur á hlut í nýju verðmati.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×