Lífið

Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Piers Morgan og Susanna Reid á ITV í morgun.
Piers Morgan og Susanna Reid á ITV í morgun.

Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun.

Þar birti hann mynd af samstarfskonu sinni á Instagram og Twitter skrifaði við hana:

„Búningadeildin virðist hafa gleymt helmingnum af fatnaði Susanna. Það rignir ekki beint inn kvörtunum,“ skrifar Morgan við mynd sem hann birtir á miðlinum og lét síðan varpa fram á skjáinn í beinni útsendingu í morgun.

Þar situr sjónvarpskonan Susanna Reid og er Morgan greinilega að skjóta á hana fyrir að vera í of stuttum kjól.

„Ég var að setja inn mynd á Instagram sem ætti að útskýra af hverju það væri orðið svona heitt hérna inni í myndverinu,“ sagði Morgan og bað því næst stjórnanda þáttarins í myndveri að birta myndina af Reid á skjánum.

Piers birti færslu á Twitter og viðbrögðin stóðu ekki á sér og fór fólk fljótlega að tjá sig á Twitter.

Hér að neðan má sjá nokkur svör sem Morgan fékk á Twitter.

Hér að neðan má sjá myndbrot af atvikinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.