Erlent

Meghan Markle tjáir sig um föður sinn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Meghan Markle gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardaginn.
Meghan Markle gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardaginn. Vísir/Getty
Meghan Markle, sem gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardaginn, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um að faðir hennar, Thomas Markle, komi ekki í brúðkaupið af heilsufarsástæðum. 

Í stuttri yfirlýsingu staðfestir Meghan að faðir hennar komist ekki. 

„Mér hefur alltaf þótt vænt um föður minn og ég vona að hann fái næði til að huga að heilsunni,“ segir Meghan.

Hún þakkar jafnframt allar heillaóskir og þann stuðning sem henni hafa borist vegna veikinda föður síns.

„Ég vona að þið vitið hversu mikið við Harry hlökkum til að deila deginum okkar með ykkur á laugardaginn.“

 

Thomas Markle sagði í samtali við TMZ að hann hafi farið í hjartaaðgerð í gærmorgun og að allt hafi gengið að óskum Hann þurfi þó töluverðan tíma til að ná fullum bata og að hann þurfi að dvelja á spítala í einhverja daga í viðbót.

Thomas hafði stefnt að því að fylgja dóttur sinni upp að altarinu, en eftir hjartaáfall hans í síðustu viku var ljóst að hann þyrfti að fara í aðgerð. Ekki er vitað hver fylgir Meghan upp að altarinu í hans stað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×