Íslenski boltinn

Frestað í Vesturbænum og Keflavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ekki verður leikið á Alvogenvellinum í dag
Ekki verður leikið á Alvogenvellinum í dag vísir/anton brink
Búið er að fresta leikjunum tveimur sem áttu að fara fram klukkan 19:15 í Pepsi deildinni í kvöld, leik KR og Breiðabliks annars vegar og Keflavík og Fjölnis hins vegar.

Veðurspáin fyrir kvöldið er ekki góð og er leikjunum frestað á grundvelli hennar, spáð er miklu roki og rigningu.

Leikirnir hafa báðir verið færðir aftur um einn dag, samkvæmt núverandi dagskrá eru þeir á klukkan 19:15 á morgun.

Ekki hafa borist neinar upplýsingar um frestun á hinum leikjunum tveimur sem eiga að hefjast klukkan 18:00. Fylkir og ÍBV leika í Egilshöllinni og því allar líkur á að hann fari fram eins og áætlað var. Þá mætast FH og KA í Kaplakrika og verður sá leikur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, nema til frestunar komi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×