Fótbolti

Wilshere: Ég hefði átt að fara til Rússlands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wilshere í leik með Arsenal.
Wilshere í leik með Arsenal. vísir/getty
Það hafa verið erfiðir dagar hjá mörgum knattspyrnumönnum upp á síðkastið enda verið að velja lokahópana fyrir HM. Englendingurinn Jack Wilshere fer ekki með til Rússlands og er svekktur.

Hann mætti á Twitter í gærkvöldi til þess að tjá sig um svekkelsið og ljóst að það er mikið hjá miðjumanninum meiðslahrjáða.

Wilshere segist eðlilega vera hundsvekktur enda sé hann í toppstandi. Hann telur að Gareth Southgate landsliðsþjálfari hefði átt að taka sig með til Rússlands.





Það vantar ekkert upp á sjálfstraustið hjá Wilshere því hann segist trúa því að hann hefði hjálpað liðinu mikið í Rússlandi.

Engu að síður segist hann bera virðingu fyrir ákvörðun Southgate og óskar liðinu alls hins besta á mótinu. Hann ætlar að styðja liðið hvort sem hann verði í sófanum heima eða á ströndinni á Benidorm.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×