Lífið

Meðlimir FM Belfast óánægðir vegna vangreiddra launa frá Iceland Airwaves

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Iceland Airwaves hátíðinni.
Frá Iceland Airwaves hátíðinni. Vísir/Andri
Meðlimir hljómsveitarinnar FM Belfast hafa undanfarið látið óánægju sína í ljós með að hafa fengið greitt fyrir að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves síðastliðið haust. Meðlimirnir hafa viðrað þessa óánægju á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem þeir hafa varað aðra listamenn við því að spila ekki á hátíðinni nema gegn því að fá greitt fyrir fram.

Rekstrarfélagið IA tónlistarhátíð ehf., sem ÚTÓN stofnaði árið 2010, hefur á undanförnum árum séð um rekstur tónlistarhátíðarinnar. Rekstur hátíðarinnar síðastliðin tvö ár var hins vegar afar þungur og skilaði tug milljóna tapi. Úr varð að Sena Live hefur tekið yfir rekstur hátíðarinnar og IA tónlistarhátíð ehf. sett í þrot. Tónlistarhátíðin heldur því sama nafni en ný kennitala er að baki reksturs hennar.

Hér fyrir neðan má sjá skot Lóu Hjálmtýsdóttur, söngkonu FM Belfast, á Iceland Airwaves.

Greint hefur verið frá því að semja hefði þurft um skuldir gamla rekstraraðilans við tónlistarmenn og aðra starfsmenn hátíðarinnar.

FM Belfast hefur undanfarið bent á að hljómsveitin hefði ekki fengið neitt greitt fyrir að leika á hátíðinni í fyrra og beint gagnrýni sinni að Twitter-síðu Iceland Airwaves en þar hefur undanfarið verið kynnt hvaða listamenn verða á hátíðinni í haust og óskað eftir sjálfboðaliðum.

Þegar óskað var eftir sjálfboðaliðum á Twitter-síðu Iceland Airwaves barst ábending um að mögulega væri hægt að heyra í meðlimum FM Belfast til að sinna sjálfboðavinnu á hátíðinni í ár, því þeir fengu ekki borgað fyrir vinnu sína í fyrra og því í raun sjálfboðaliðar þá.

Svar barst frá Iceland Airwaves þar sem kom fram að allir tónlistarmenn sem höfðu sent reikning vegna greiðslu fyrir vinnu þeirra á hátíðinni í fyrra áður en IA tónlistarhátíð ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta hefðu fengið greitt að fullu.

Í svari Iceland Airwaves kom fram að eina ástæðan fyrir því að FM Belfast fékk ekki greitt eins og aðrir sé sú að meðlimir hljómsveitarinnar hefðu ekki sent reikning. Þar er því haldið fram að skiptastjóri hafi sami við FM Belfast um að fá 30 prósent greitt af upprunalegu upphæðinni sem hljómsveitin átti að fá fyrir að spila á hátíðinni. Það eru nýir rekstaraðilar Iceland Airwaves, Sena Live, sem svara hljómsveitinni og þá þeim að heyra að þeim finnist þessi gagnrýni ósanngjörn þar sem þeir hafi ekki komið nálægt samningum eða uppgjöri við hljómsveitina.

Meðlimir FM Belfast hafa bent á að þeir hafi verið beðnir af rekstaraðilum hátíðarinnar í fyrra um að senda reikning í mars og þess vegna hafi reikningurinn ekki borist á sama tíma og reikningar frá öðrum listamönnum sem spiluðu á hátíðinni í fyrra.

Hér fyrir neðan má sjá orðaskipti á milli meðlima sveitarinnar og Iceland Airwaves. Það hefst með þessu innleggi Árna Rúnars Hlöðverssonar úr FM Belfast.


Tengdar fréttir

Grímur semur um starfslok

Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×