Íslenski boltinn

Sjáðu eldræðu Óla Stefáns þegar Pepsimörkin fóru bak við tjöldin í Grindavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Í síðasta þætti af Pepsimörkunum fengum við einstaka innsýn inn í lífið á bak við tjöldin þegar fylgst var með Óla Stefáni Flóventssyni, þjálfara Grindavíkur, á leikdegi gegn KR síðastliðinn laugardag.

Sýnt var frá liðsfundi Grindvíkinga þar sem farið var yfir andstæðinginn, KR, og hvernig Grindavík ætlaði að spila á móti þeim. Athygli vakti að Óli Stefán talaði ensku á fundinum, en mikið af leikmönnum Grindavíkur eru erlendir.

Við fengum aðeins brot af efninu í Pepsimörkunum en allt innleggið er nú komið á Vísi og má sjá það hér í fréttinni.

KR og Grindavík gerðu 1-1 jafntefli. Grindavík mætir Víkingi í Víkinni í fjórðu umferðinni í kvöld á sama tíma og KR tekur á móti Breiðabliki. Báðir leikir verða í beinni textalýsingu hér á Vísi. Pepsimörkin verða svo á dagskrá annað kvöld klukkan 21:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×