Handbolti

FH ætlar ekki að aðhafast frekar í máli Gísla og Andra Heimis

Einar Sigurvinsson skrifar
Gísli Þorgeir gengur hér vankaður af velli og Andri Heimir er nýbúinn að tala við hann.
Gísli Þorgeir gengur hér vankaður af velli og Andri Heimir er nýbúinn að tala við hann.
Stjórn handknattleiksdeildar FH ætlar ekki að beita sér frekar eftir brot Andri Heimis Friðrikssonar á FH-ingnum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.

Gísli Þorgeir fékk þungt höfuðhögg og meiddist á öxl eftir að Andri Heimir braut á honum í leik ÍBV og FH í gær. Eftir leikinn sendi handknattleiksdeild FH frá sér yfirlýsingu sem sagði Gísla hafa orðið fyrir grófri líkamsárás og ætlaði FH að funda varðandi næstu skref í málinu.

Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar FH segir að þeir telja málið vera komið réttan farveg eftir að stjórn HSÍ vísaði málinu því til aganefndar handknattleikssambandsins.



Yfirlýsing frá stjórn handknattleiksdeildar FH:

Á fundi stjórnar handknattleiksdeildar FH í dag var ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna atviks í leik ÍBV og FH í Vestmannaeyjum í gær. Ljóst er að öllum var verulega brugðið og tilfinningar miklar. Stjórn HSÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem umræddu atviki var vísað til aganefndar. Þar teljum við að málið sé komið í réttan farveg og munum við virða þá niðurstöðu sem þar verður tekin.

Við FH-ingar munum taka vel á móti liði ÍBV og stuðningsmönnum þeirra í Kaplakrika á morgun laugardag og hlökkum til leiksins. Vonandi fáum við svo tækifæri til að heimsækja Vestmannaeyjar á ný í hreinum úrslitaleik.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar handknattleiksdeildar FH

Ásgeir Jónsson

formaður


Tengdar fréttir

Segja Gísla hafa orðið fyrir grófri líkamsárás

Handknattleiksdeild FH gaf í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þeir saka Andra Heimi, leikmann ÍBV, um grófa líkamasárás. Gísli Þorgeir, leikmaður FH, kom illa undan samstuði við Andra.

Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla

Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×