Viðskipti innlent

Fasteignafélögin undirverðlögð

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Fréttablaðið/Daníel
Sérfræðingar Capacent telja að hlutabréf í fasteignafélögunum Regin og Reitum séu undirverðlögð á markaði samkvæmt nýjum verðmötum sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Capacent metur gengi bréfa í Reitum á 104 krónur á hlut sem er um 17 prósentum hærra en gengi bréfanna stóð í þegar markaðir lokuðu í gær. Bent er á að rekstur fasteignafélagsins sé stöðugur og að rekstrarhagnaðurinn hafi aukist taktfast og örugglega þrátt fyrir litlar fjárfestingar. Engu að síður hafi mikil ládeyða verið yfir gengi Reita. „Kannski þyrfti félagið að vera með hoppukastala, trúða og kandíflos á næsta fjárfestafundi,“ segja greinendur Capacent.

Sérfræðingarnir meta gengi bréfa í Regin á 25 krónur á hlut sem er um 5 prósentum yfir markaðsgengi félagsins í gær. Bent er á að afkoma félagsins í fyrra hafi verið 15 prósentum lakari en rekstraráætlun gerði ráð fyrir en að fyrsti fjórðungur þessa árs lofi hins vegar góðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×