Enski boltinn

Hazard: Ég er ekki nógu eigingjarn

Dagur Lárusson skrifar
Eden Hazard.
Eden Hazard. vísir/getty
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, segir að hann sé ekki nógu eigingjarn til þess að vinna Ballon dor verðlaunin.

 

Eden Hazard var í viðtali hjá BBC á dögunum fyrir úrslitaleikinn í FA-bikarnum þar sem hann var m.a. spurður út í æsku sína.

 

„Mamma spilaði fótbolta og pabbi var að þjálfa þannig ég var alltaf mikið í kringum fótbolta þegar ég var lítill og tveir yngri bræður mínir.“

 

„Ég byrjaði að spila þegar ég var fjögurra ára með bræðrum mínum. Þar sem ég var elstur þá var alltaf léttast fyrir mig að vera með boltann og þeir reyndu alltaf að ná honum að mér og þess vegna spila ég í dag eins og ég geri.“

 

Hazard talaði síðan um föður sinn og ástæðuna fyrir því afhverju hann getur ekki unnið Ballon dor.

 

„Hann hefur alltaf sagt það við mig, að ég sé ekki nógu eigingjarn til þess að vinna þessi verðlaun, og það er eflaust satt, ég er ekki nógu sjálfselskur.“

 

„Ef þú vilt vinna eitthvað í nútíma fótbolta, eins og ballon dor eða gullskóinn, þá þarftu að vera eigingjarn og ég er einfaldlega ekki þannig gerður, alls ekki.“

 

Framtíð Hazard virðist liggja í lausu lofti þessa daganna en hann sagði í viðtali fyrir stuttu að hann vill að Chelsea kaupi heimsklassa leikmenn í sumar svo að hann verði áfram.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×