Handbolti

Bjarki Már og félagar í úrslit

Dagur Lárusson skrifar
Bjarki Már Elíasson.
Bjarki Már Elíasson. vísir/getty
Bjarki Már Elíasson og félagar í Fuchse Berlin eru komnir í úrslit EHF bikarsins eftir sigur á Goppingen í undanúrslitunum í dag.

 

Það var jafnræði með liðunum allan leikinn og hvorugu liðinu tókst á nokkrum tímapunkti að stinga af en stærsta forystan í fyrri hálfleiknum var þegar Goppingen komst í 13-10. Fuchse Berlin skoruðu hinsvegar næstu þrjú mörk og jöfnuðu leikinn fyrir hlé og var staðan því 13-13 í hálfleik.

 

Það sama var uppá teningum í seinni hálfleiknum en Fuchse Berlin var þó oftar með forystuna. 

 

Síðustu tíu mínútur leiksins voru æsispennandi þar sem Fuchse Berlin var oftast einu marki yfir og því var það hlutverk Goppingen að elta. Þegar uppi var staðið voru Fuchse Berlin sterkari aðilinn í leiknum og unnu að lokum 27-24.

 

Bjarki Már skoraði fjögur mörk fyrir Berlin en markahæsti leikmaður liðsins var Hans Lindberg. Í úrslitunum mætir Berlin St. Raphael.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×