Enski boltinn

Mourinho: Þeir áttu ekki skilið að vinna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho og Conte elduðu grátt silfur í vetur
Mourinho og Conte elduðu grátt silfur í vetur vísir/getty
Manchester United endaði tímabilið án titils eftir tap gegn Chelsea í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho var ekki sáttur í leikslok.

„Ég óska þeim til hamingju með að hafa unnið en þeir áttu það ekki skilið að mínu mati,“ sagði Mourinho.

„Ég er mjög forvitin um hvað þið [blaðamenn] segið og hvað verður skrifað því þegar liðið mitt spilar eins og Chelsea gerði þá get ég vel ímyndað mér hvað fólk segði. Ég er mjög forvitinn.“

„Það var erfitt fyrir okkur að spila án [Romelu] Lukaku gegn liði sem verst á níu leikmönnum fyrir framan teiginn. Allir tapleikir eru erfiðir en ég fer heim án eftirsjár, við reyndum okkar besta.“

Lukaku byrjaði á bekknum en kom inn á 73. mínútu fyrir Marcus Rashford.

„Chelseamenn eru ekki heimskir. Þeir vita að án Lukau eða Fellaini erum við ekki sterkir í teignum svo með átta, níu leikmenn fyrir framan teiginn vissu þeir að þeir myndu stjórna leiknum.“

„Þeir spiluðu bara á löngum boltum framm á Giroud. Þegar þú spilar gegn liði sem er svo fyrirsjáanlegt er auðvelt að aðlaga sig. Ég hélt við myndum ekki fá á okkur mark en Hazard er frábær leikmaður sem nældi sér í víti,“ sagði Jose Mourinho.


Tengdar fréttir

Chelsea bikarmeistari eftir sigurmark Hazard

Chelsea er enskur bikarmeistari eftir eins marks sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley í dag. Eden Hazard skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×