Fótbolti

Söguleg þrenna Celtic

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Celtic fagna í dag
Leikmenn Celtic fagna í dag vísir/getty
Glasgow Celtic er stórveldi í skoskum fótbolta og hefur verið með algjöra yfirburði síðustu ár. Liðið vann það afrek í dag að vinna þrennuna heima fyrir annað árið í röð.

Celtic mætti Motherwell í úrslitum skoska bikarsins og vann öruggan 2-0 sigur með mörkum frá Callum McGregor og Olivier Ntcham í fyrri hálfleik.

Liðið hafði áður tryggt sér bæði deildarbikarmeistaratitilinn ásamt því að vinna deildina og var því Skotlandsmeistari. Lærisveinar Brendan Rodgers fullkomnuðu þar með þrennuna og var það annað árið í röð sem þeir gerðu það.

Ekkert lið hafði áður náð að vinna þrennuna tvö ár í röð og Celtic skrifaði sig því þar með í sögubækurnar.

Steven Gerrard, fyrrum lærisveinn Rodgers hjá Liverpool, ætlar að gera Celtic erfiðara fyrir á næsta tímabili en hann hefur tekið við erkifjendunum í Glasgow Rangers.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×