Innlent

Varað við suðvestan stormi í fyrramálið

Kjartan Kjartansson skrifar
Varað er við fokhættu og erfiðu ferðaveðri í nótt og á morgun.
Varað er við fokhættu og erfiðu ferðaveðri í nótt og á morgun. Vísir/Stefán
Spáð er vindhviðum allt að 40-45 m/s undir bröttum fjöllum á Norðurlandi í suðvestanstormi og byljóttum vindi sem búist er við á Norðurlandi frá því seint í nótt og fram yfir hádegi á morgun. Vegagerðin varar sérstaklega við aðstæðum á veginum frá Akureyri út á Ólafsfjörð, Ljósavatnsskarði og Köldukinn.

Appelsínugul viðvörun er nú í gildi fyrir Norðurland eystra hjá Veðurstofu Íslands. Varað er við talsverðri fokhættu í Eyjafirði og austur í Köldukinn.

Vestar á landinu og á miðhálendinu er gul viðvörun vegna veðurs. Varað er við almennri fokhættu fyrir létta hluti við Faxaflóa fram að hádegi á morgun. Vindurinn er sagður geta valdið vandræðum fyrir vegfarendur á bílum sem taka á sig mikinn vind og einnig tengivagna.

Við Breiðafjörð, Strandir og Norðurland vestra er varað við erfiðu ferðaveðri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×