Lífið

Vorspá Siggu Kling – Vatnsberinn: Bæði ljósir og dökkir tímar í kringum þig

Elsku Vatnsberinn minn, skoðaðu ótrúlega vel hver þú ert og sérstaklega vel að bera þig ekki saman við neinn annan því þú ert svo einstakur og lætur öllum líða vel í kringum þig sem þýðir að úr því karma sem lífið gefur þér verður aldrei neitt hrun.

Ef þú elskar verðurðu elskaður, ef þú hrósar verður þér lyft upp í lífinu. Allt sem þú gefur frá þér kemur tilbaka í margfaldri mynd er það eina sem þú þarft að muna.

Lífið er nákvæmlega eins og að ala upp barn og að stjórna lífi sínu; þú gefur barni gleði og þá sýnir það þér gleði á móti, ef þú veitir því umburðarlyndi sýnir það þér þá umburðarlyndi sem þú vilt að aðrir sýni þér.

Vorið færir þér veislu og svo sannarlega hrífandi og spennandi tilveru, og í þessari orku þarftu að nota hreinskilni því allir leikir eða undirferli munu ekki gagnast þér heldur bara slá þig alveg niður. Þegar þú varst yngri varstu frekar feiminn en hvert ár gefur þér meira sjálfsöryggi svo fagnaðu aldrinum. Ef þú skoðar síðustu mánuði geturðu séð að lífið er svo sannarlega þess virði að lifa því.

Í raun og veru ertu mjög gamaldags og þar af leiðandi svo klassísk persóna, alveg nákvæmlega eins og tíska sem kemur aftur og aftur er algjörlega tímalaus.

Að sjálfsögðu hafa verið bæði ljósir og dökkir tímar í kringum þig því annars væri alls ekkert að gerast, og ég segi það er svo spes að þegar ég segi við fólk það sé að mæta hindrunum í lífinu þá segir það oft: Ég sem hélt þetta ár yrði svo auðvelt, en þá skaltu muna það sem ég segi svo oft, að af einhverju of auðveldu verður ekkert magnað til, svo hindranirnar gera þig bara sterkari og sterkari.  Þín yndislega réttlætiskennd fær fólk til að trúa á þig því þú segir yfirleitt alltaf það sem í huga þínum býr og byggir fólk upp á sama hátt og þú vilt að að aðrir byggi þig upp.

Á næstu mánuðum áttu eftir að finna hver þinn tilgangur er og að sjálfsögðu er þinn eini tilgangur að vera hamingjusamur. Þú átt eftir að koma svo mörgum á óvart vegna þess að þú kannt ekki að stoppa þegar aðrir segja þér að gera það svo hættu að setja sjálfum þér einhver mörk því þú þarft ekki að láta „editera“ eða leikstýra lífi þínu, hvorki með það sem snýr að uppeldi né öðru sem stýrir þér. Þú ert svo fylginn þér og frjáls andi og átt eftir að nýta þér það sem hefur verið að gerast á undanförnum mánuðum til þess að sjá að þú ert í miklu betri aðstöðu en þú áður varst.

Setningin þín er: Gríptu fjörið og húmorinn, því lífið krefst þess!

Knús og kossar, þín Sigga Kling

Frægir Vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts mannauður, Hilmar Hafsteinsson ofurfasteignasali, Rut Roberts flugfreyja hjá Icelandair, Ragnheidur Guðfinna sálfræðingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×